Í lok árs 2009 mættu 1200 einstaklingar í Laugardalshöllina í Reykjavík til að ræða saman. Á fundinum voru skilgreind nokkur gildi sem æskilegt væri að þjóðin tileinkaði sér enn frekar á næstu árum. Þau tólf gildi sem flestir fundargestir töldu að ættu að móta íslenska þjóð voru heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskyldan, jöfnuður og traust. (Gunnar Hersveinn, Þjóðgildin, Skálholtsútgáfa: 2010. bls. 10)

KFUM og KFUK á Íslandi hefur haldið flestum þessara gilda á lofti í boðun og starfi félagsins um áratugaskeið. Að þessu sinni er fræðsluefni í barna- og unglingastarfi félagsins sérstaklega tileinkað þessum þjóðgildum. Efnið í ár byggir að nokkru leiti á fræðsluefni félaganna fyrir starfsárið 2002-2003, en fjölmargir höfundar komu að gerð þess þá undir ritstjórn Gyðu Karlsdóttur. Ritstjóri þessarar útgáfu er Halldór Elías Guðmundsson.

Fræðsluefni KFUM og KFUK á Íslandi er fyrst og fremst ætlað að miðla kristinni trú og  kalla ungt fólk til fylgdar við Jesúm Krist. Það markmið mótar að sjálfsögðu hvernig við fjöllum um þjóðgildin í þessu efni. Það útskýrir líka hvers vegna við fjöllum ekki sérstaklega um gildi lýðræðisins, þrátt fyrir að starf KFUM og KFUK á Íslandi byggi vissulega á sterkri lýðræðishefð. Í kristinni hefð hefur enda lýðræðið einungis verið skilið sem tæki til að skapa réttlátt samfélag, fremur en að lýðræði sé gildi í sjálfu sér.

Við sem að efninu komum væntum þess að þetta efni nýtist í öflugu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi, ungmennum til blessunar og Guði til dýrðar.

Almennt um efnið

Söngvar

Að þessu sinni er ekki bent á einstaka söngva við hverja og eina fræðslustund, heldur er hér listi yfir valda söngva sem gæti verið sniðugt að nota yfir allt misserið í tengslum við umræðu um góð gildi.

Söngvar úr söngbók KFUM og KFUK

  • Frelsarinn góði, ljós mitt og líf (39)
  • Fús ég, Jesús, fylgi þér (42)
  • Guð gefur mér líf (48)
  • Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn (49)
  • Hvernig læri ég að lifa (66)
  • Jesús hvað get ég þér gefið (78)

Söngvar úr sönghefti Landssambands KFUM og KFUK

  • Allt þér, Jesús, glaður gef ég (2)
  • Barn þitt vil ég vera (8)
  • Frelsarinn góði, ljós mitt og líf (52)
  • Jesús, hér er ég, send mig (85)
  • Viltu vera verkamaður (121)

Ítarefni

Umræður í Glerárkirkju

Á vormisseri 2011 bauð Eyjafjarðarprófastsdæmi upp á umræðukvöld um Þjóðgildin í Glerárkirkju. Hægt er að sjá umræðurnar á vef prófastsdæmisins undir stikkorðinu þjóðgildi (http://kirkjan.is/naust/stikkord/þjoðgildin/)

Efnisyfirlit

Fundur 1 – Heiðarleiki
Fundur 2 – Jafnrétti
Fundur 3 – Virðing
Fundur 4 – Réttlæti
Fundur 5 – Ábyrgð
Fundur 6 – Sjálfbærni
Fundur 7 – Sjálfbærni/Nægjusemi
Fundur 8 – Fjölskylda
Fundur 9 – Jöfnuður
Fundur 10 – Traust
Fundur 11 – Frelsi/Náð
Fundur 12 – Kærleikur