Ritningartextar: Mt 27.19-26, Jh 18.28-38

Áhersluatriði

Við erum kölluð til að vera ábyrg og gera það sem er rétt. Ábyrgð felst í að gera rétta hluti þó það sé auðveldara að gera það sem er rangt.

Um textana

Pontíus Pílatus var valdamikill maður. Hann var landshöfðingi í Júdeu á tímum Krists. Sem landshöfðingi var hann fulltrúi rómverska keisarans og svaraði gagnvart keisaranum einum, hann bar ábyrgð á því að framfylgja lögum keisarans og dæma eftir þeim. Þannig réð hann því sem hann vildi ráða í Júdeu. Pílatus væri hins vegar öllum gleymdur í dag, ef hann hefði ekki mætt Jesú Kristi á vegferð sinni.

Það voru hermenn á vegum Pílatusar sem handtóku Jesú í grasgarðinum Getsemane og eftir handtökuna þurfti hann að yfirheyra Jesú. Það var nefnilega í verkahring Pílatusar að ákveða hvort Jesú væri sekur eða saklaus.

Í Guðspjöllunum lesum við að Pílatus stóð frammi fyrir „flóknu“ vali. Hann vissi að Jesús var saklaus (sbr. Lk 23.4) en jafnframt að ef hann sýknaði Jesú myndu verða óeirðir í Jerúsalem og hann myndi lenda í miklum vandræðum við að róa fólkið niður. Pílatus reyndi að losa sig undan vandamálinu með því að senda Jesú yfir til Heródesar en Heródes var landshöfðingi í Galíleu þaðan sem Jesú var. Heródes neitaði hins vegar að takast á við vandann og sendi Jesú til baka. Hvað átti Pílatus nú að gera? Kona Pílatusar sagði honum að láta Jesú lausan, Jesú væri nefnilega saklaus. Val Pílatusar stóð á milli þess sem var rétt og þess sem var auðvelt. Það var nefnilega miklu auðveldara að gera eins og æðstu prestarnir vildu, að krossfesta Jesú.

En þá fann Pílatus þægilega lausn úr vandanum, hann leyfði fólkinu sjálfu að velja. Þá þyrfti hann ekki að hafa áhyggjur meir. Hann gekk út á svalirnar á höllinni sinni og leyfði þeim sem voru fyrir utan að velja hvort ætti að krossfesta morðingjan Barabbas eða Jesú. Þannig reyndi hann að færa ábyrgðina af sjálfum sér yfir á aðra.
Oft lendum við í aðstöðu að þurfa að velja eitthvað, ákveða eitthvað. Auðveldasta lausnin er að gera eins og Pílatus, gleyma því hvað er rétt eða rangt og leyfa öðrum að velja fyrir sig.

Í kvikmyndinni „Konungur ljónanna“ þarf Simbi að glíma við erfiða spurningu. Ætlar hann að lifa lífinu áhyggjulaus, „Hakuna Matata“, og láta Ljósufjöll leggjast í auðn eða ætlar hann að takast á við lífið og axla ábyrgð sína.

Við erum kölluð til að takast á við ábyrgð. Frásagan um Pílatus minnir okkur á hvað gerist ef við tökum ábyrgð okkar ekki alvarlega. Þá fær ranglætið að ríkja og sonur Guðs, Kristur er tekinn af lífi.

Hjálparefni fyrir umræður

„Hakuna Matata“ úr myndinni „Konungur ljónanna“ (textinn á ensku).

Hakuna Matata! What a wonderful phrase
Hakuna Matata! Ain’t no passing craze
It means no worries for the rest of your days
It’s our problem-free philosophy
Hakuna Matata!

Hakuna Matata?
Yeah. It’s our motto!
What’s a motto?
Nothing. What’s a-motto with you?

Those two words will solve all your problems
That’s right. Take Pumbaa here
Why, when he was a young warthog…

When I was a young wart hog
Very nice Thanks

He found his aroma lacked a certain appeal
He could clear the savannah after every meal

I’m a sensitive soul though I seem thick-skinned
And it hurt that my friends never stood downwind
And oh, the shame He was ashamed
Thought of changin’ my name What’s in a name?
And I got downhearted How did ya feel?
Everytime that I…

Hey! Pumbaa! Not in front of the kids!
Oh. Sorry

Hakuna Matata! What a wonderful phrase
Hakuna Matata! Ain’t no passing craze
It means no worries for the rest of your days
It’s our problem-free philosophy
Hakuna Matata!

Hakuna Matata! Hakuna matata!
Hakuna Matata! Hakuna matata!
Hakuna Matata! Hakuna matata!
Hakuna Matata! Hakuna–

It means no worries for the rest of your days
It’s our problem-free philosophy
Hakuna Matata!

I say “Hakuna”
I say “Matata”

Hægt er að horfa á brot úr Disney-myndinni „Konungur Ljónanna“. Annars vegar þegar Timon og Pumba útskýra fyrir Simba mikilvægi þess að hafa engar áhyggjur og hins vegar síðar í myndinni þegar Nala ræðir við Simba um ábyrgðina sem hann ber á lífi dýranna í Ljósufjöllum. Myndin um „Konung Ljónanna“ er einnig hægt að nota á fræðslustundinni um sjálfbærni.

Spurningar til umræðu/rökræðu

  • Hvað er ábyrgð?
  • Hvað er jákvætt/neikvætt við lífsviðhorf Tímons og Púmba („Hakuna Matata“)?
  • Hvers vegna er slæmt að axla ekki þá ábyrgð sem okkur ber?
  • Hvaða ábyrgð berum við í skólanum/heima/KFUM og KFUK?
  • Hvernig getum við axlað ábyrgð okkar?

Leikir

Blindingjaleikur

Öll í hópnum para sig saman tvö og tvö. Síðan er bundið fyrir augu annars aðilans og hinn á að leiðbeina þeim blinda í gegnum þrautir með orðum einum, bannað er að leiða eða halda í þann blinda. Hægt er að útbúa þrautabraut t.d. með stólum. Sá blindi má EKKI rekast í hindranir eða aðra blinda. Ef slíkt gerist þarf að byrja leikinn upp á nýtt.

Letileikurinn

Þátttakendum er skipt í fimm manna hópa sem fá það verkefni að fara út og safna rusli í svarta ruslapoka. Allir í hópnum fá miða með einu orði og mega ekki sýna hinum í hópnum, heldur eiga að gera eins og á miðanum stendur. Orðin á miðunum eiga að vera: „pokagæslumaður“, „týnslutæknir 1“, „týnslutæknir 2“, „valmaður (sá sem velur týnslusvæði)“ og loks „letingi“. Mjög mikilvægt er að þau haldi því leyndu hvað á miðanum stendur. Síðan eru hóparnir sendir af stað að týna og eiga að ná eins miklu rusli og þau geta á 15 mínútum.
Þegar þau koma inn aftur er kjörið að ræða hvernig gekk, ýmist í hverjum hópi fyrir sig eða með öllum þátttakendum. Þar er mikilvægt að ræða sérstaklega hvernig þeim gekk að rækja hlutverk sitt og jafnframt hvernig þeim fannst letinginn standa sig.