Sumarbúðirnar á Hólavatni eru staðsettar innarlega í Eyjafirði í fallegu umhverfi. Dagskráin er fjölbreytt, skemmtileg og hver dagur endar á kvöldvöku þar sem allir fá að taka virkan þátt. Lögð er áhersla á vináttu, sköpunargleði og traust og að hvert barn vilji koma aftur og aftur á Hólavatn.