Við bjóðum barnið þitt velkomið í sumarbúðir KFUM og KFUK í Ölveri. Það er markmið okkar að barninu líði sem best í sumarbúðum okkar.
Ölver stendur á fallegum stað í nágrenni Hafnarfjalls, skammt frá Borgarnesi. Þar eru ævintýri og góðar samverustundir frá morgni til kvölds. Á hverjum degi er skipulögð dagskrá sem samtvinnar skemmtilega leiki, óvæntar uppákomur auk þess að halda í ómissandi sumarbúðarhefðir. Alla morgna er hugleiðing úr Biblíunni og á hverju kvöldi er kvöldvaka þar sem stelpurnar fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og skemmta hver annarri. Í Ölveri dvelja allt að 46 stelpur í senn og gist er í 6-8 manna herbergjum.