Fyrir forsjáraðila

Við bjóðum barnið þitt velkomið í sumarbúðir KFUM og KFUK í Ölveri. Það er markmið okkar að barninu líði sem best í sumarbúðum okkar.

Ölver stendur á fallegum stað í nágrenni Hafnarfjalls, skammt frá Borgarnesi. Þar eru ævintýri og góðar samverustundir frá morgni til kvölds. Á hverjum degi er skipulögð dagskrá sem samtvinnar skemmtilega leiki, óvæntar uppákomur auk þess að halda í ómissandi sumarbúðarhefðir. Alla morgna er hugleiðing úr Biblíunni og á hverju kvöldi er kvöldvaka þar sem stelpurnar fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og skemmta hver annarri. Í Ölveri dvelja allt að 46 stelpur í senn og gist er í 6-8 manna herbergjum.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum