Í Vindáshlíð er líf og fjör allan ársins hring. Á sumrin rekum við sumarbúðir KFUM og KFUK fyrir stelpur á aldrinum 8 til 16 ára, og á veturna tökum við á móti grunnskólahópum í skólabúðir. Auk þess leigjum við staðin út til ýmissa hópa. Við leggjum mikið upp úr því að starfsmenn félagsins séu bæði hæfir og vel undirbúnir fyrir starf sitt. Öllu starfsfólki er tryggður fjölbreyttur undirbúningur með námskeiðum þar sem lögð er áhersla á fræðslu um þroska barna og unglinga, skyndihjálp og brunavarnir. Starfsmenn KFUM og KFUK eru skyldaðir til að sækja námskeið í barnavernd. Starfað er eftir siðareglum Æskulýðsvettvangsins. Við höfum einnig í áraraðir gert þær kröfur til starfsmanna okkar að þeir skili inn sakavottorði.
Njóttu dvalarinnar í sumarbúðunum okkar!
Í skólabúðunum okkar fá nemendur tækifæri til að vaxa, læra og skapa ógleymanlegar minningar. Skólabúðirnar stuðla að hver og einn fái tækifæri til að blómstra í öruggu og stuðningsríku umhverfi.
Í Vindáshlíð er lögð áhersla á að öllum líði vel og njóti dvalarinnar. Mikilvægt er að kynna sér vel allar upplýsingar fyrir dvölina til að tryggja sem besta upplifun.
Stöðugt er unnið að uppbyggingu og endurnýjun aðstöðunnar í sumarbúðir KFUM og KFUK. Fáðu frekari upplýsingar um hvernig þú getur stutt okkur.
Hér eru vísanir í lög KFUM og KFUK á Íslandi og einstakra starfsstöðva félagsins.
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða KFUM og KFUK.
Lærðu meira um áreitnitilvik og hvernig á að tilkynna þau.