Hefðbundnir flokkar (4-5 dagar)
Hefðbundnum flokkum er skipt á eftirfarandi aldursbil:
9-11 ára
10-12 ára
11- 13 ára
Þátttakendur koma sér fyrir á númeruðu borði í Matskálanum við komuna í Vatnaskóg, sem verður eiginleg bækistöð þeirra yfir flokkinn. Gætt er þess að vinir sitji saman. Við hvert borð er borðforingi sem annast þátttakendur og hefur gott eftirlit með þeim. Auk borðforingja eru aðrir foringjar og svo forstöðumaður sem leiðir flokkinn og heldur utan um samskipti við forsjáraðila ef þess þarf.
Dagskrá í flokkum í Vatnaskógi inniheldur m.a. knattspyrnumót, frjálsar íþróttir, báta og smíðar, gönguferðir, leiktæki líkt og hjólabíla, stangartennis, borðtennis og þythokkí. Kvöldvökur og morgunstundir, með leikritum, söng, hugleiðingu og fleira. Endalaus skemmtun í fallegri náttúru.