Við leitum að drífandi einstaklingum með ríka þjónustulund til starfa í sumarbúðum KFUM og KFUK og á leikjanámskeiðum félagsins sumarið 2026.
Hér eru umsóknareyðublöð fyrir sumarbúðirnar og leikjanámskeiðin. Í ár eru sér umsóknarblöð fyrir hverjar sumarbúðir fyrir sig, svo ef þú sækir um í fleiri en einum sumarbúðum þarftu að senda inn sér umsókn fyrir hvern stað.
Lestu vel yfir textann, fylltu í viðkomandi reiti og vistaðu umsóknina, áður en þú sendir hana inn á netfangið [email protected]
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2026