Leikjanámskeið

KFUM og KFUK verður með leikjanámskeið í Lindakirkju, Kópavogi. Þá verða leikjanámskeið á vegum KFUM og KFUK í Reykjanesbæ. Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnum á aldrinum 6-9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem lögð er áhersla á aukinn þroska líkama, sálar og anda. Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsendum og því mikil áhersla lögð á vináttu, kærleika, virðingu hvert fyrir öðru og unnið með kristið siðferði í hugsunum, orðum og gjörðum. Á hverjum degi er boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Má þar nefna útivist, föndur, íþróttir, ferðir, leiki og fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði. Lögð er áhersla á að hvert barn fái að njóta sín sem best við leiki og störf. Í námskeiðsgjaldi felst allur kostnaður við námskeiðin, m.a. ferðakostnaður og föndurefni. Börnin hafa sjálf með sér nesti. Námskeiðin standa frá kl. 9:00-16:00.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum