Ferðir og Mót

Upplýsingar um mótin

Vorferð Yngri deilda KFUM & KFUK

Vorferð Yngri deilda KFUM & KFUK er spennandi viðburður fyrir börn á aldrinum 9–12 ára sem eru þátttakendur í æskulýðstarfi KFUM og KFUK. Þar sem ferðinni er heitið í Vatnaskóg og gist verður í tvær nætur, nóg verður um að vera. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi ! Það er leyfi legt að taka með nammi eða snarl á mótið í hæfulegu magni en gos og orkudrykkir verða ekki leyfðir. Símar eru ekki leyfðir. Hvað er gert? Ýmislegt verður brallað á meðan dvölinni stendur í Vatnaskógi eins og hefðbundar og óhefðbundar íþróttir, hoppukastalar, leikir, brjóstsykursgerð, ratleikir, kvöldvaka og margt fleira.

Miðnæturmót UD KFUM og KFUK

Miðnæturmót UD KFUM og KFUK stendur yfi r í tæpar 24 klukkustundir, þar sem mikið er gert og minna sofi ð. Mótið er árlegur viðburður í starfi KFUM og KFUK og verður haldið í Vatnaskógi. Það er leyfi legt að taka með nammi eða snarl á mótið í hæfulegu magni en gos og orkudrykkir verða ekki leyfðir

Svínadalsmótið UD

Svínadalsmótið UD er árlegur viðburður sem er haldinn fyrir unglingadeildir KFUM og KFUK. Þar kynnumst við öðru ungu fólki og tökum þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krist að leiðarljósi. Mótið er haldið í Vatnaskógi í febrúar. Margt skemmtilegt verður á dagskrá. Má þar nefna hina ýmsu íþróttaviðburði og leiki, brjóstsykursgerð, föndur og heita potta, kvöldvökur, svínadallsball og nóg af frjálsum tíma! Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á mótinu. Þátttakendum er heimilt að taka með sér nammi, snakk og gos á mótið, en athugið að orkudrykkir, rafrettur og önnur vímuefni eru stranglega bannaðir! Símar verða leyfðir á þessu móti en gilda reglur um símanotkun. Ef einstaklingar gerast brotlegir á símareglum verður síminn tekinn tímabundið af forstöðumönnum hverrar deildar.

Haustferð KFUM & KFUK

Haustferð KFUM & KFUK er viðburður fyrir börn á aldrinum 9–12 ára sem eru þátttakendur í æskulýðstarfi KFUM og KFUK. Þar sem ferðinni er heitið í Vatnaskóg og nóg verður um að vera. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi! Gist verður í eina nótt.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum