Deildir og staðsetningar

Hvar er starfið?

Yfir 28 deildir eru starfræktar á 17 stöðum á landinu. Deildirnar eru aldursskiptar og unnið er í samstarfi við kirkjur í hverfum og bæjarfélögum.

Tegundir deilda:

Vinadeildir (VD): 6–9 ára
Yngri deildir (YD): 9–12 ára
Unglingadeildir (UD): 13–15 ára
16+ Leiðtogastarf: fyrir þá sem vilja leiða, með fræðslu og handleiðslu

Sjá yfirlit yfir deildir fyrst geta svo ýtt á kirkju og séð þá, staðsetningar, tímasetningar og mynd af leiðtogum í starfi.

 

Veturinn 2024–2025

 

Veturinn 2024–2025 starfrækti KFUM og KFUK 28 æskulýðs-deildir á 17 stöðum. Deildirnar eru aldursskiptar, vinadeildir (VD) eru fyrir 6-9 ára börn, yngri deildir (YD) eru fyrir 9–12 ára börn og unglingadeildir (UD) eru fyrir 13–15 ára. Víðast hvar er starfað í nánu samstarfi við kirkjurnar á viðkomandi stað.

VD KFUM og KFUK

Vinadeildir eru fyrir 6-9 ára börn

Vinadeild er skemmtilegt æskulýðsstarf fyrir krakka á aldrinum 6 til 9 ára (1.-4. bekkur) sem unnið er í samstarfi við KFUM og KFUK. Í starfinu leggjum áherslu á að fræða börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efla sjálfstraust, samkennd, virðingu og víðsýni í gegnum leiki, föndur og leiklist.

Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu og í beinu framhaldi af æfingu yngri barnakórsins sem hentar vel þeim krökkum sem hafa áhuga á að taka þátt í hvoru tveggja.

Deildin er ekki í gangi núna

YD KFUM og KFUK

Yngri deildir (YD) 9–12 ára börn

Deildin er ekki í gangi núna

Forstaða: Svanhildur Reynisdóttir og Hugrún Birta Kristjánsdóttir
fimmtudagar kl. 17.00-18.30
Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, þar má meðal annars nefna leiki, föndur, spil og skotbolta.

Deildin er ekki í gangi núna

Deildin er ekki í gangi núna

Forstaða: Elín Elfa Magnúsdóttir og Guðrún Margrét Sveinsdóttir
Leiðtogar: Marco Abranja

Alla mánudaga Kl. 18:30

Forstaða: Sveinn Valdimarsson
Leiðtogar: Björn Atli, Kristinn og Ólafur
Fundir eru á þriðjudögum kl. 17:30-18:30 – KFUM drengir

Forstaða: Sigurbjört Kristjánsdóttir og Margrét Jóhanna Guðmundsdóttir
Leiðtogar: Hildur Ólöf, Ólöf, Martína og Arna
Fundir eru á þriðjudögum kl. 19:30-20:30 – KFUK stúlkur

Forstaða: Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir og María Rut Arnarsdóttir
Leiðtogar: Dagmar Edda Guðnadóttir og Tómas Andri Gíslason

þriðjudögum kl. 17:30-18:30 fyrir öll í 4. – 7. bekk.

TTT fyrir 10-12 ára Vídalínskirkju

TTT er barnastarf fyrir 10 til 12 ára krakka (5.-7. bekkur) sem unnið er í samstarfi við KFUM og KFUK. Í TTT leggjum áherslu á að eiga góðar og skemmtilegar stundir með börnunum. Þar fræðum við börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efl a sjálfstraust, samkennd, virðingu og víðsýni í gegnum leiki og list. Í Garðasókn eru tveir TTT – hópar annar á þriðjudögum í safnaðarheimili Vídalínskirkju og hinn á fi mmtudögum í Urriðaholtsskóla.

Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þriðjudaga klukkan 17:00

Forstaða: Benedikt Sigurðsson Leiðtogar: Yrja Kristinsdóttir

TTT fyrir 10-12 ára

Urriðaholtsskóla TTT er barnastarf fyrir 10 til 12 ára krakka (5.-7. bekkur) sem unnið er í samstarfi við KFUM og KFUK. Í TTT leggjum áherslu á að eiga góðar og skemmtilegar stundir með börnunum. Þar fræðum við börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efl a sjálfstraust, samkennd, virðingu og víðsýni í gegnum leiki og list. Í Garðasókn eru tveir TTT – hópar annar á þriðjudögum í safnaðarheimili Vídalínskirkju og hinn á fi mmtudögum í Urriðaholtsskóla.

Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þriðjudaga klukkan 14:15

UD KFUM og KFUK

Unglingadeildir (UD) eru fyrir 13–15 ára

Æskó – æskulýðsfélagið á Akranesi hittist á mánudögum kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Vinaminni.

UD Glerá er unglingastarf Glerárkirkju og KFUM og KFUK fyrir 8. – 10. bekk.

Unglingastarf Fella- og Hólakirkju í samstarfi við KFUM og KFUK er á fimmtudagskvöldum klukkan 20 – 21:30 fyrir hressa krakka í 8.-10. bekk. Við munum bralla ýmislegt skemmtilegt saman og slá á létta strengi. Það er ókeypis að taka þátt og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest!

Deildin er ekki í gangi núna

Forstaða: Guðmundur Tómas Magnússon og Ragnheiður Anna Jónsdóttir
Fimmtudaga klukkan 20:00 – 21:30

Forstaða: Gunnar Hrafn Sveinsson Leiðtogar: Karen Sól Halldórsdóttir, Guðjón Daníel Bjarnason og Jónas Breki Kristinsson.

UD KAKTUS er unglingastarf Lindakirkju og samstarfi við KFUM og KFUK. Við hittumst á þriðjudagskvöldum kl. 20:00-21:45 og bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá í allan vetur.

Starfið er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og það kostar ekkert að mæta, að ferðum undanskyldum.

Forstaða: Guðmundur Tómas Magnússon og Benedikt Þórarinsson

Æskulýðsfélagið NeDó er með fundi á þriðjudagskvöldum kl. 19.30-21.30 í kjallara kirkjunnar.

ÆsLand, Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum er fyrir alla unglinga í 8. 9. 10. bekk og fyrsta ár í framhaldsskóla.

Fundir eru haldnir í kirkjunni öll sunnudagskvöld. Skipulögð dagskrá hefst kl. 20:00 og lýkur kl. 21:30.

Á miðvikudagskvöldum er opið hús í safnaðarheimilinu. Starfið hefst kl. 20:00 og er búið kl. 21:30.

Æskulýðsfélag fyrir 13 til 16 ára

Æskulýðsfélag Vídalínskirkju er fyrir unglinga í 8.-10. bekk sem unnið er í samstarfivið KFUM og KFUK. Í æskulýðsfélaginu leggjum við áherslu á að eiga góðar samverustundir með unglingunum. Dagskráin er fjölbreytt og uppbyggjandi og miðuð að áhuga þátttakenda. Í starfinu ræðum við málefni sem skipta ungt fólk máli og setjum í samhengi við kristna trú og gildi. Allt starfið okkar miðast af því að efla sjálfstraust, virðingu og víðsýni í gegnum leiki og list ásamt því að virkja ungmenni í að taka samfélagslega ábyrgð.

Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum