Sumarbúðirnar Kaldársel standa á ævintýralegum stað í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð. Þar taka hugmyndaríkir foringjar og hressir krakkar sig saman við að gera hvern dag að skemmtilegri upplifun en einstök náttúra í kringum Selið leikur þar stórt hlutverk. KFUM og KFUK hafa rekið sumarbúðir í Kaldárseli síðan árið 1925 og því munu sumarbúðirnar fagna 100 ára afmæli sumarbúðanna í ár.