Bátsferðir eru alltaf vinsælar og þegar vel viðrar er gaman að fara á bát, en til eru bæði árabátar og hjólabátar. Að sjálfsögðu er alltaf vakt við vatnið, allir í björgunarvestum og foringjar fara gjarnan með í bátsferðir og kenna réttu handtökin.
Þá er skemmtilegt á sólríkum dögum að busla í vatninu og leika sér í fjörunni.
Fyrir veiðiáhugamenn er gaman að taka með veiðistöng og láta reyna á að veiða fisk í Hólavatni.