Vindáshlíð eru sumarbúðir KFUM og KFUK í Kjós, rétt um 45 km frá Reykjavík. Á sumrin tökum við á móti rúmlega 1000 stúlkum ár hvert, en pláss er fyrir 82 stelpur í hvern flokk. Á veturna erum við einnig með jólaflokka og páskaflokk í dymbilvikunni. Að auki erum við með skólabúðir fyrir 9. bekk yfir allt skólaárið og leigjum út aðstöðu til ýmissa hópa. Vindáshlíð hefur verið með barnastarf síðan 1947.