Æskulýðsstarf

KFUM og KFUK stendur fyrir fjölbreyttu og uppbyggilegu æskulýðsstarfi um allt land sem miðar að því að styðja við börn og ungmenni í lífinu, efla sjálfstraust þeirra, tengsl við aðra og trúarlega sjálfsmynd. Í starfinu er lögð áhersla á vináttu, virðingu, gleði og trú. Fundir fara fram reglulega í hverri viku þar sem þátttakendur hittast, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og mynda sterk tengsl við hópinn sinn og leiðtoga.

Starfið skiptist í mismunandi deildir eftir aldri. Boðið er upp á vikuleg fundarstörf, helgarferðir, mót og stærri viðburði á vegum hreyfingarinnar. Leiðtogar eru vel menntaðir úr leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK og fá stuðning og þjálfun til að geta skapað öruggt og nærandi umhverfi þar sem allir fá að njóta sín. KFUM og KFUK vill veita ungum einstaklingum vettvang til vaxtar og samveru þar sem hver og einn skiptir máli.

Æskulýðstarf KFUM og KFUK

Við hjá KFUM og KFUK leggjum áherslu á að skapa uppbyggilegt og hvetjandi umhverfi fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá að blómstra í trú, vináttu og gleði. Starfi ð byggist á kristnum gildum og virðingu fyrir einstaklingnum – þar sem allir fá að vera þeir sjálfi r. Hér fi nnur þú upplýsingar um deildir, leiðtoga, viðburði og hvernig þú getur tekið þátt eða stutt starfi ð.

Unglingadeildir

Unglingadeildir eru fyrir unglinga 13-16 ára. Þátttakendur hittast einu sinni í viku og er dagskráin í bæði skemmtileg, fróðleg og uppbyggjandi. Farið er að minnsta kosti í tvær helgarferðir á ári. Á haustin fara sumir hópar á landsmót kirkjunnar en okkar deildir fara á Miðnæturmót í Vatnaskógi. Í febrúar halda síðan allir hópar á æskulýðsmót KFUM og KFUK í Vatnaskógi, Svínadalsmótið þar sem mikið er um að vera. KFUM og KFUK býður upp á starf fyrir eldri ungmenni – 16+ ára í tengslum við leiðtogaþjálfun félagsins. Á höfuðborgarsvæðinu styður KFUM og KFUK við starf Kristilegu skólahreyfi ngarinnar en innan hennar starfa Kristileg skólasamtök fyrir 16 – 20 ára og Kristilegt stúdentafélag fyrir 20 – 30 ára.

Yngri deildir

Yngri deildir eru fyrir 9-12 ára krakka. Krakkarnir hittast einu sinni í viku í sinni deild og gera ýmislegt skemmtilegt saman t.d. fara í leiki, óvissuferðir, pálínuboð, brjóstssykursgerð og ýmislegt fleira. Á hverjum fundi er helgistund. Yfi r veturinn eru ýmsir sameiginlegir viðburðir s.s. Vorferð YD í Vatnaskógi þar sem gist eru tvær nætur og Haustferð YD þar gist er ein nótt.

Vinadeildir

Vinadeildir eru fyrir 7-9 ára krakka. Vinadeildir hittast vikulega og gera ýmislegt skemmtilegt saman undir stjórn leiðtoga í starfi KFUM og KFUK.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum