Unglingadeildir
Unglingadeildir eru fyrir unglinga 13-16 ára. Þátttakendur hittast einu sinni í viku og er dagskráin í bæði skemmtileg, fróðleg og uppbyggjandi. Farið er að minnsta kosti í tvær helgarferðir á ári. Á haustin fara sumir hópar á landsmót kirkjunnar en okkar deildir fara á Miðnæturmót í Vatnaskógi. Í febrúar halda síðan allir hópar á æskulýðsmót KFUM og KFUK í Vatnaskógi, Svínadalsmótið þar sem mikið er um að vera. KFUM og KFUK býður upp á starf fyrir eldri ungmenni – 16+ ára í tengslum við leiðtogaþjálfun félagsins. Á höfuðborgarsvæðinu styður KFUM og KFUK við starf Kristilegu skólahreyfi ngarinnar en innan hennar starfa Kristileg skólasamtök fyrir 16 – 20 ára og Kristilegt stúdentafélag fyrir 20 – 30 ára.