Síðastliðin ár hefur Vatnaskógur boðið upp á skólabúðir. Hingað hafa komið nemendur frá 6. upp í 10. bekk, í 1.-3. nætur, með kennurum sínum, í haust-, vetrar eða útskriftarferðir. Auk hefðbundinnar frjálsrar dagskrár sem starfsfólk Vatnaskógur býður upp á, hafa nemendur fengið fræðslu um skógrækt, ásamt fræðsluerindum um jákvæða sjálfsmynd og öfluga liðsheild.
Upplýsingar um bókun og aðrar fyrirspurnir veitir framkvæmdastjóri Vatnaskógar, Ársæll Aðalbergsson, á arsaell@kfum.is.