Við blásum til veislu, Herrakvöld Vatnaskógar verður föstudaginn 13. mars á Holtavegi 28, félagsheimili KFUM og KFUK á Íslandi.
Boðið verður upp á þriggja rétta veislu sem kitla munu braglaukana, skemmtiatriði, söngatriði og happdrætti með glæsilegum vinningum.
Einnig verður uppboð á verkum eftir: Gumma Kalla, Markús Bjarnason og Pétur Geir.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson mun einnig vera með hugleiðingu.
Veislustjórn er í höndum Arnars Ragnarssonar og Hákons Arnars Jónssonar.
Húsið opnar kl. 18:30 og hefst borðhald kl 19:00.
Verðið á Herrakvöldið er 11.900 kr.
Skráningar eru hafnar á https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=1
Skráningum lýkur föstudaginn 13. mars kl. 12:00