Verndum þau

KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af þeim sem að mynda Æskulýðsvettvanginn. Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og UMFÍ varðandi málefni barna og ungmenna.

Æskulýðsvettvangurinn er reglulega með námskeið og nú er framundan námskeiðið „Verndum þau“ en það verður miðvikudaginn 24. september kl. 18:00-21:00 í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík.

Það er mikilvægt fyrir öll þau sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum.

Á námskeiðinu er m.a farið yfir:

• Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.

• Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.

• Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.

• Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.

• Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga.

• Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Þau félög sem mynda Æskulýðsvettvanginn gera þá kröfu að starfsfólk og sjálfboðaliðar sem starfa með börnum og ungmennum hafi sótt Verndum þau námskeið.

Skráning á námskeiðið fer fram hér: https://www.aev.is/skraning-a-namskeid

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum