Veisludagur í Gauraflokki

Í morgun var vaknað við fuglasöng og frábært veður – betri byrjun á síðasta heila deginum í Gauraflokknum er varla hægt að hugsa sér! Strákarnir voru fljótir fram úr og dagskráin hófst með mikilli eftirvæntingu.

Seinni partinn í gær var farið út í skóg þar sem við poppuðum yfir opnum eldi. Þetta var róleg og notaleg stund þar sem margir nutu sín vel í náttúrunni og hlógu saman yfir poppi og sögum. Um kvöldið var svo haldin glæsileg hæfileikasýning á kvöldvöku þar sem strákarnir stigu fram og sýndu hversu hugmyndaríkir og hugrakkir þeir eru – sungið, spilað, teiknað og jafnvel töfrað!

Í dag verður haldin hin margrómaða aflraunakeppni Vatnaskógarvíkingurinn, þar sem strákarnir fá að spreyta sig á styrk, útsjónarsemi og þrautseigju. Sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Vatnaskógarvíkingur Gauraflokks 2025!

Að kvöldi dags höldum við veislukvöld, með glæsilegum mat, eftirréttum og síðustu kvöldvöku sumarbúðanna – sem verður eflaust stórbrotin og skemmtileg.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

KFUM og KFUK á gott samstarf og nýtur stuðnings eftirtaldra aðila:
© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum