KFUM og KFUK á Akureyri var stofnað árið 1951. Á upphafsárunum starfaði félagið í Zion, húsi sem var í eigu kristniboðsfélagsins og stendur á mótum Oddeyrargötu og Gránufélagsgötu. Árið 1986 eignaðist félagið sitt eigið félagsheimili í Sunnuhlíð 12 og starfaði þar til ársins 2024 er húsnæðið var selt. KFUM og KFUK er nú með aðsetur við Draupnisgötu 1.
Félagið á í nánu og góðu samstarfi við Glerárkirkju um æskulýðsstarf. Auk þess er félagið bakland fyrir sumarbúðirnar á Hólavatni.