Félagshús KFUM og KFUK við Holtaveg hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Starf á vegum félagsins hefur eðlilega forgang að aðstöðunni, en þegar ekkert er um að vera á vegum félagsins í húsinu hefur það verið leigt undir fundi og veislur.
Aðstaðan þykir hentug fyrir 50 – 150 manna samkomur. KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing og er áfengi ekki leyft í félagshúsum né sumarbúðum félagsins.
Margir möguleikar eru á uppröðun fyrir fundi og veislur. Hægt er að stilla upp í borðhald fyrir 120 manns eða 180 manna fyrirlestur. En húsnæðið getur einnig verið mjög vinalegt fyrir standandi veislu, smærri fundi og samkomur allt niður í 30-50 manns.
Eins og fyrr segir er húsnæðið aðeins leigt með umsjónarmanni. Hann ber ábyrgð á því að aðstaðan sé tilbúin til uppröðunar fyrir veisluna og hjálpar til við uppröðun. Umsjónarmaður aðstoðar í eldhúsinu meðan veislan fer fram og sér um að stýra frágangi að veislu lokinni. Umsjónarmaður sér um að opna húsið og loka því.
Ef veislan fer yfir 50 manns þarf leigutaki að leggja til aðstoðarfólk til að vinna með umsjónarmanni í framreiðslu, í eldhúsi og frágangi eða semja við umsjónarmann sérstaklega um það.
Leigutaki og umsjónarmaður þurfa að ráðfæra sig nokkrum dögum fyrir veisludaginn.
Salurinn sjálfur kostar 90.000 kr. sem greiðist til félagsins. Reikningur er sendur viðkomandi í heimabanka og þarf hann að vera greiddur tveimur vikum fyrir viðburð – og senda tilkynningu á netfangi skrifstofa@kfum.is til að staðfesta bókun.
Greiða þarf umsjónarmanni beint 28.000 kr. (fast gjald) og er í því gjaldi gert ráð fyrir fjórum tímum með starfsmanni. Ath. að tíminn sem að starfsmaður mætir og hjálpar til með uppsetningu og undirbúning á sal telur líka, eins sá tími sem að fer í frágang. Greiða þarf umsjónarmanni 5.500 kr. fyrir hverja auka klukkustund.