Jólaflokkar í Vindáshlíð

Það verður sannkölluð jólastemning í Vindáshlíð eftirfarandi þrjár helgar í vetur:

Jólaunglingaflokkur – 21. til 23. nóvember.

Í fyrsta skipti munum við halda jólaunglingaflokk eftir frábæran unglingaflokk í lok sumars, sem var stútfullur og með löngum biðlista. Hér verða óvæntar uppákomur og jólagleði í hverju horni

Jólamæðgnaflokkur – 28. til 30. nóvember.

Það er alltaf jafn yndislegt að taka á móti öllum mæðgunum í Hlíðinni. Helgi sem þið viljið ekki missa af!

Jólaflokkur fyrir 10 til 12 ára – 5. til 7. desember:

Stútfull og skemmtileg jóladagskrá sem kemur öllum í jólaskap!

Skráning er í fullum gangi á vindashlid.is

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum