Félagsaðild í KFUM og KFUK

Félagar eru grunnur að félagasamtökum
Ein af grunn forsendum fyrir tilvist frjálsra félagasamtaka, eins og KFUM og KFUK, er að baki þeim standi hópur skráðra félaga. Úr þeim hópi eru t.d. valdir einstaklinga til að stýra félaginu, einingum innan þess og til annarra trúnaðarstarfa.

KFUM og KFUK og þar með talið sumarbúðirnar eru frjáls félagasamtök. Því er mjög mikilvægt að þau sem vilja leggja sitt af mörkum á vettvangi félagsins séu skráð sem félagar í KFUM og KFUK og séu þannig formlega hluti af þeim hóp sem stendur að starfseminni.

Í lögum félagsins 3. gr. b:

„Félagi í KFUM og KFUK er sérhver sá sem gengið hefur í félagið, er orðinn átján ára, tilheyrir evangelískri lútherskri kirkju, hefur staðið skil á félagsgjaldi og vill hlýða lögum félagsins og venjum. Félagi telst fullgildur félagi þegar hann hefur verið í félaginu í a.m.k. fjórar vikur.“

Að ganga í KFUM og KFUK
Á árum áður var eingöngu hægt að ganga í KFUM og KFUK á sérstökum fundum sem haldnir voru einu sinni á ári. Í seinni tíð hefur verið hægt að skrá sig í félagið allt árið um kring. Stjórn félagsins heldur samt í þá skemmtilegu hefð, að halda hátíðar- og inntökufund einu sinni á ári, þar sem nýir félagar eru boðnir velkomnir í félagið með formlegum og táknrænum hætti.

Í aðdraganda hátíðar- og inntökufundar gerir stjórn KFUM og KFUK jafnan átak í að bjóða ungu fólki sem starfar á vettvangi félagsins að gerast fullgildir félagar. Með því er stjórnin líka að hlýða lögbundinni skyldu sinni.

Lög félagsins 3. gr. d:
Leitast skal við að öllum sjálfboðaliðum og starfsmönnum félagsins, 18 ára og eldri, sé boðið að skrá sig í KFUM og KFUK á Íslandi.

Hátíðar- og inntökufundur er jafnan veisla, þar sem félagsfólk vill taka vel á móti nýjum félögum svo þeir finni að þeir séu velkomnir í hóp fullgildra félaga í KFUM og KFUK.

Spurt og svarað

Félagsfólk ákveðjur sjálft félagsgjaldið á aðalfundi. Árið 2025 var árgjaldið 3.000 kr. fyrir 25 ára og yngri en 6.000 kr. fyrir eldri en 25 ára. Þá greiða eldri borgarar og öryrkjar lægra gjaldið.

Já, eingöngu fullgildir félagar eru í stjórnum sumarbúða og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Þá þarftu að vera fullgildur félagi til að geta sótt aðalfundi, kosið stjórn og haft áhrif á þær ákvarðanir sem þar eru teknar.

Ef þú átt samleið með hugsjón félagsins, ert að taka þátt í starfi þess eða starfsstöðvanna með einhverjum hætti og vilt geta haft áhrif á framgang þess, þá átt þú heima í þeim hópi sem stendur formlega að félaginu.

Þátttöku í kristilegu hugsjónastarfi fylgja sjaldan forréttindi eða gróði. Félagar KFUM og KFUK nóta ekki sérkjara, hvorki innan félags né utan.
Aftur á móti fá fullgildir félagar tækifæri til að hafa áhrif í starfi félagsins. Þeir hafa kosningarétt á aðalfundum allra starfsstöðva og verkefna. Þeir geta sinnt trúnaðarstörfum, boðið sig fram til stjórna starfstöðva og verkefna og jafnvel ýtt úr vör og leitt ný verkefni innan félagsins.

Sumarið 2025 voru 1.071 fullgildir félagar í KFUM og KFUK.

Já – KFUM og KFUK eru ekki söfnuður, heldur frjáls félagasamtök. Þó svo að félagið fylgi Þjóðkirkjunni að málum í guðfræðilegum efnum og eigi náið samstarf við Þjóðkirkjuna á ýmsum sviðum, er skráning í Þjóðkirkjuna ekki skilyrði fyrir félagsaðild.

Í lögum KFUM og KFUK segir í 3.gr. C
Fólk úr öðrum kirkjudeildum getur einnig orðið fullgildir félagar í KFUM og KFUK, ef það skuldbindur sig til að gera engar tilraunir til þess að útbreiða sérkenningar kirkjudeildar sinnar í starfi félagsins.

KFUM og KFUK hefur ekki haft það sem skilyrði að þeir sem koma til starfa í stuttan tíma, t.d. í sumarbúðum eða námskeiðum, séu skráðir félagar.
Við hvetjum aftur á móti þá sem hafa áhuga á að starfa fyrir félagið, fylgja hugsjónum þess og eru að koma fram fyrir hönd þess gagnvart börnum og foreldrum að gerast fullgildir félagar og tilheyra þannig þeim hópi sem stendur að KFUM og KFUK.

Að vera fullgildur félagi í KFUM og KFUK fylgja ekki neinar sérstakar kvaðir og félagsgjald er mjög hóflegt. Þá er fólki frjálst að skrá sig úr félaginu hvenær sem er, ef það telur sig ekki lengur eiga samleið með því.

Þú hefur samband við skrifstofu KFUM og KFUK og óskar eftir félagsaðild.

Sendir tölvupóst á skrifstofa@kfum.is eða hefur samband símleiðis 588 8899.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum