14 desember
Lausir miðar
Vindáshlíð

Jóladagur í Vindáshlíð

Um Viðburðinn

Sunnudaginn 14. desember, frá kl. 12:00 til 16:00 verður jólamarkaður og jólatrjáasala í Vindáshlíð, sannkallaður jóladagur!
Heyrst hefur að fallegustu jólatrén séu úr skóginum úr Vindáshlíð og er ekkert skemmtilegra en að höggva sitt eigið jólatré í stofuna heima.
Jólasveinarnir verða á stjá klukkan 14:00, ljúffengar veitingar og jólaratleikur út um allan skóg fyrir alla fjölskylduna.
Hlíðarmeyjar eru að undirbúa stórglæsilegan jólamarkað þar sem hægt verður að kaupa vinsæla Vindáshlíðarsmákökudeigið til að baka í eldhúsinu heima. Einnig verður hægt að kaupa jólakransa, jólakort, smákökur, sultur, sörur og annað góðgæti.
Verðskrá:
Jólatré minni en 150 cm: 7000 kr
Jólatré stærri en 150 cm: 10.000 kr
Aðgangur að kaffihlaðborði: 1500 kr. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í Jóla-Hlíðinni!
14. desember 2025
12:00 - 16:00
Vindáshlíð í Kjós

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

KFUM og KFUK á gott samstarf og nýtur stuðnings eftirtaldra aðila:
© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum