Félagsstarf

AD KFUM og KFUK

Í meira en 100 ár eða frá árinu 1902 hefur KFUM og KFUK haldið vikulega fundi yfir vetrartímann fyrir fullorðna félagsmenn 18 ára og eldri í svokallaðri aðaldeild, skammstafað AD. Fundirnir voru lengst af kynjaskiptir, en hafa á síðari árum verið sameiginlegir fyrir öll kyn.

Fundir í aðaldeild eru hefðbundnir og fylgja fundaformi sem hefur haldist að miklu leyti frá upphafi en fundarefni er nútímalegt og fjölbreytt. Almennur söngur og hugleiðing eru fastir liðir á hverjum fundi.

Fundirnir eru öllum opnir óháð félagsaðild.

Jól í skókassa

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Karlakór KFUM

Karlakór KFUM er kór félaga í KFUM. Allir eru velkomnir í kórinn svo framalega sem þeir geti sungið. Sérstaklega er skorað á unga menn að ganga til liðs við þennan frábæra félagsskap sem þessi kór er.

Kvennakórinn Ljósbrot

Kvennakórinn Ljósbrot samanstendur af tónelskum konum. Yfir vetrarmánuðin æfir kórinn einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 17:00, í Höfuðstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg.

Ljósbrot hefur komið fram á viðburðum KFUM og KFUK og víðar, haldið sína eigin tónleika, farið í menningarferð til London o.fl.

Viltu ganga í kórinn? Áhugasömum er bent á að hafa samband við Keith Reed kórstjóra – keithbarintone@gmail.com.

Sportfélag KFUM og KFUK

Sportfélag KFUM og KFUK er útivistarfélag sem stendur fyrir gönguferðum og stöku hjólaferðum. Sportfélagið er opið öllu útivistaráhugafólki, óháð félagsaðild að KFUM og KFUK.
Þriggja manna stjórn sjálfboðaliða fer fyrir Sportfélaginu.

Öll dagskrá og viðburðir eru auglýstir á Facebook hóp Sportfélagsins.

Basar KFUK

Basar KFUK er árlegur jólabasar sem haldinn er laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Basarinn á langa söngu, en markmiðið hnas er fjáröflun fyrir ýmis verkefni KFUM og KFUK.

Í aðdraganda Basars KFUK eru fjöldi einstaklinga og smáhópa að störfum.

Basarinn KFUK verður haldinn laugardaginn 29. nóvember 2025.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum