Gauraflokkur – 9. júní 2025

Í gær var sannkallaður ævintýradagur í Gauraflokknum! Strákarnir fengu að fara í spennandi ferðir á mótorbátnum og mikill fögnuður braust út þegar fyrsti fiskur sumarsins beit á agnið.

Síðar um daginn héldum við í ævintýraferð um skóginn þar sem strákarnir unnu saman að því að komast rétta leið og uppgötvuðu ýmislegt forvitnilegt í náttúrunni. Ferðinni lauk við varðeld þar sem þeir grilluðu sykurpúða og nutu samverunnar.

Kvöldvakan var ekki síður eftirminnileg – þá stigu strákarnir á svið og fluttu frábært leikrit sem fékk mikið lof og hlátur frá áhorfendum.

Við vonum að allir séu að skemmta sér konunglega – stemningin er góð og hópurinn að tengjast!

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum