Gott að vita fyrir skráningu í sumarbúðir

Sumarbúðir KFUM og KFUK eru mjög vinsælar. Því er oft hamagangur í öskjunni þegar opnað er fyrir skráningar. Hér að neðan eru svör við algengum spurningum sem starfsfólk KFUM og KFUK fær í aðdranda fyrsta skráningardags.

Hægt er að greiða með debetkorti, kreditkorti og netgíró.

Ekki er boðið upp á kortalán.

Þegar kemur að afbókunum og endurgreiðslum fylgjum við alltaf skilmálum okkar sem sjá má hér.

Þar segir í 6. gr.

Komi til afbókunar skráningar getur greiðandi fengið allt að 85% gjaldsins endurgreitt, þó aldrei undir 4.000 kr. að því tilskildu að afbókun eigi sér stað a.m.k. 7 dögum fyrir viðburð. Sé afbókað með minni en 7 daga fyrirvara er dvalargjald ekki endurgreitt. Fullt gjald er aldrei endurgreitt nema félagið felli viðburð niður. Ákvæði þetta skerðir þó ekki rétt til þess að falla frá netkaupum innan 14 daga í samræmi við og með takmörkunum ákvæða laga nr. 16/2016 um Neytendakaup, enda hafi viðburður ekki hafist. Komi til endurgreiðslu fer hún sömu leið og greiðsla barst, þ.e. endurgreitt er inn á sama greiðslukort og greitt var með. Ef greitt var með gjafabréfi, er endurgreitt með nýju gjafabréfi.

Í skilmálunum (grein 11 til 15) er einnig að finna ákvæði sem snúa að því ef barn hættir við þátttöku eða yfirgefur viðburð.

Til þess að hætta við þátttöku þarf að senda tölvupóst á skraning@kfum.is með upplýsingum um nafn barns, í hvaða sumarbúðir það er skráð og í hvaða flokk. Ef greitt var með greiðslukorti þurfa síðustu fjórir tölustafirnir í kortanúmerinu að fylgja.

Skráning á biðlista fer einnig fram á netinu og opnar klukkutíma eftir að skráning í flokkinn opnar, að því gefnu að flokkurinn sé orðinn fullur.

Ferlið er eins og við hefðbundna skráningu nema við skráningu á biðlista er beðið um upplýsingar um greiðanda en greiðsluferli fer ekki í gang.

Um leið og pláss losnar þá hringjum við út af biðlistanum. Í framhaldi sendum tölvupóst með greiðslulink til þess að hægt sé að ganga frá greiðslu. Þegar greiðsla fer í gegn færist barnið sjálfkrafa af biðlista og yfir í flokkinn. Boðið er upp á sömu greiðsluleiðir og þegar skráð er á netinu.

Hringt er út af biðlistanum í skráningarröð.

Barnið mitt er á biðlista hversu miklar líkur eru á að það komist inn? Hvenær er hringt út á biðlistann?

Það er alltaf erfitt að svara því hve miklar líkur eru á því að barn komist inn af biðlista. Það þarf einhver sem þegar er skráður í flokkinn að hætta við að fara til þess að pláss losni. Það getur gerst strax fyrstu dagana eftir að flokkurinn fyllist, en líka daginn fyrir brottför.

Það borgar sig alltaf að skrá á biðlista, það kostar ekkert og því fylgir ekki nein skuldbinding.

Athugið að hægt er að skrá barn á fleiri en einn biðlista.

Nei, skráning fer aldrei í gegn ef greiðsla fer ekki fram.

Við skráum ekki fyrirfram í herbergi og óþarfi að tilkynna á skrifstofu hverjir vilja vera saman. Þegar hópurinn er kominn í sumarbúðirnar eru börnin sjálf spurð með hverjum þau vilja vera með, áður en raðað er í herbergi. Ef að vinahópurinn er mjög fjölmennur er mögulegt að skipta þurfi hópnum í tvennt við herbergjaskipan.

Já, það er hægt að skrá allt að fimm börn í einu í sama dvalarflokk/námskeið. En sá sem skráir þarf að ganga frá allri greiðslunni, þ.e. henni er ekki skipt.
ATH! Ef að þú ert að skrá barn/börn sem eru ekki þín eigin þá þarftu að hafa eftirfarandi upplýsingar við höndina:
· Nafn og kennitölu barnsins.
· Nafn, kennitölu, símanúmer og netfang forsjáraðila barnsins.
· Einnig þarf að skrifa í athugasemdir ef barnið er með ofnæmi eða óþol.

Það eru oft margir að reyna að ná plássi í einu, sérstaklega á fyrsta skráningardegi.
Dæmi eru um að báðir foreldrar reyni að ná plássi fyrir barnið og báðir ná inn, þá eru strax tvö pláss frátekin, en þar sem að aðeins annað plássið er nýtt, losnar hitt plássið aftur eftir 8 mínútur. Því getur staðan breyst.
Ef að öll pláss eru upptekin er um að gera að endurræsa síðuna og reyna aftur.

Í fyrsta þrepi skráningarferlisins sérð þú stóra litaða punkta hægra megin við viðburðina sem eru í boði.
· Grænn – Merkir að skráning er opin og laus pláss.
· Hvítur – Merkir að flokkurinn er fullur en í boði er að skrá á biðlista.
· Blár – Merkir flokkurinn fullur og fullt á biðlista.
· Rauður – Merkir að búið er að loka fyrir skráningu (eða að ekki sé búið að opna fyrir skráningu).

Sumarbúðir KFUM og KFUK eru mjög vinsælar. Því er oft hamagangur í öskjunni þegar opnað er fyrir skráningar. Hér að neðan eru svör við algengum spurningum sem starfsfólk KFUM og KFUK fær í aðdranda fyrsta skráningardags.

Hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar við skráningu?

Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram.

· Nafn og kennitala barns.

· Nafn, kennitala, símanúmer og netfang forsjáraðila.

· Ef barn er með matar- ofnæmi/óþol þarf að skrifa það í athugasemdir.

· Merkja við hvort að barn komi með rútu.

Þá er mikilvægt að hafa kortaupplýsingarnar tilbúnar þegar kemur að greiðslunni.

Hvað hef ég langan tíma til að skrá barnið?

Skráningarferlið er í fimm þrepum. Þegar þú hefur fengið pláss í þrepi tvö, ertu búin að festa það í 8 mínútur á meðan þú lýkur skráningu og greiðslu.

Hvernig veit ég hvort að flokkur sé fullur?

Hvað þýða litirnir?

Í fyrsta þrepi skráningarferlisins sérð þú stóra litaða punkta hægra megin við viðburðina sem eru í boði.

· Grænn – Merkir að skráning er opin og laus pláss.

· Hvítur – Merkir að flokkurinn er fullur en í boði er að skrá á biðlista.

· Blár – Merkir flokkurinn fullur og fullt á biðlista.

· Rauður – Merkir að búið er að loka fyrir skráningu (eða að ekki sé búið að opna fyrir skráningu).

Af hverju breyttist punkturinn úr bláum í grænan?

Það eru oft margir að reyna að ná plássi í einu, sérstaklega á fyrsta skráningardegi.

Dæmi eru um að báðir foreldrar reyni að ná plássi fyrir barnið og báðir ná inn, þá eru strax tvö pláss frátekin, en þar sem að aðeins annað plássið er nýtt, losnar hitt plássið aftur eftir 8 mínútur. Því getur staðan breyst.

Ef að öll pláss eru upptekin er um að gera að endurræsa síðuna og reyna aftur.

Kynnið ykkur skilmálana

Við hvetjum foreldra og forsjáraðila að kynna sér skilmála okkar. Þeir svara mörgum spurningum.

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum