
Kaldársel í 100 ár
Kaldársel á 100 ára afmæli í ár og býður til hátíðar með fjölbreyttri dagskrá á uppstigningardag.
Sumarbúðirnar í Kaldárseli standa á ævintýralegum stað í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð. Taka þar hugmyndaríkir foringjar og hressir krakkar sig saman við að gera hvern dag að skemmtilegri upplifun en einstök náttúran í kringum Selið leikur þar stórt hlutverk. Í Kaldárseli er lögð áhersla á vinskap, kærleika og að hvert og eitt barn fái að njóta sín, því öll erum við mikilvæg í augum Guðs.
Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilega viðburði yfir árið sem eru jafnframt mikilvæg fjáröflun fyrir okkar starf.

Kaldársel á 100 ára afmæli í ár og býður til hátíðar með fjölbreyttri dagskrá á uppstigningardag.