1. flokkur 2025 – Dagur 1

Í dag uppúr hádegi voru komnar í hús yfir 40 hressar og kátar stelpur sem voru heldur betur tilbúnar í stuð og gleði.
Í upphafi söfnuðumst við allar saman inn í matsal þar sem farið var yfir þær reglur sem gilda í Ölveri og skipt í herbergi. Eftir að allar höfðu búið um sig var hádegismaturinn; skyr og pizzabrauð. Eftir hádegismat var frjáls tími þar sem þær spjölluðu saman og könnuðu svæðið.
Umhverfi Ölvers er gróið og fallegt og fórum við allar saman í göngutúr um svæðið. Þar voru sagðar sögur af svæðinu, nafnaleikur og “Brennó” kynnt fyrir þeim en Brennó er spilað daglega (og oft á dag) í Ölveri.
Jógúrtkaka og snúðar voru í boði í kaffitímanum og eftir kaffitímann var byrjað að krafti í Ölvers-leikunum. Þar var auðvitað mikið fjör og gaman.

Á kvöldvökunni í kvöld voru Skógarver og Fuglaver með atriði sem gekk frábærlega hjá báðum herbergjum.

Í kvölmatinn voru kjötbollur og grænmeti og í kvöldkaffinu voru skornir ávextir. Það er því fullt af góðum mat í Ölveri og veðrið í dag var frábært.

Við hlökkum til samverunnar næstu daga!

Bestu kveðjur,
Bára forstöðukona

Skráðu þig á Póstlistann

Fáðu skemmtilegar fréttir úr leik og starfi KFUM & KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama sálar og anda. 



Holtavegi 28

104 Reykjavík

Ísland

Kt: 690169-0889

© 1989 – 2024 KFUM & KFUK. Allur réttur áskilinn

Leita á vefnum