Yngri deildir eru fyrir 9-12 ára krakka (4.-7. bekkur). Krakkarnir hittast einu sinni í viku í sinni deild og gera ýmislegt skemmtilegt saman t.d. fara í leiki, óvissuferðir, Pálínuboð, búa til nælur, mála á plexigler og ýmislegt fleira. Á hverjum fundi er helgistund. Yfir veturinn eru ýmsir sameiginlegir viðburðir s.s. fótbolta- og brennómót og stutt ferðalag í sumarbúðirnar.
Deildarstarf á höfuðborgarsvæðinu
Deildarstarf utan höfuðborgarsvæðisins
Útskýringar á nöfnum deilda
- VD KFUM og KFUK er fyrir bæði kyn 6-9 ára
- YD KFUK er fyrir stúlkur 9-12 ára
- YD KFUM er fyrir drengi 9-12 ára
- YD KFUM og KFUK er fyrir bæði kyn 9-12 ára
- Skapandi! – KFUM og KFUK er fyrir bæði kyn 9-12 ára