Æskulýðsráð KFUM og KFUK á Íslandi
Hlutverk æskulýðsráðs er að móta stefnu KFUM og KFUK í æskulýðsmálum í samráði við stjórn félagsins og æskulýðsfulltrúa.
Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi
Innan KFUM og KFUK á Íslandi starfar alþjóðaráð sem leitast við að efla starf KFUM og KFUK á Íslandi á alþjóðavettvangi með þátttöku í námskeiðum, ráðstefnum og öðrum verkefnum sem bjóðast. Ráðið leitast við að auglýsa þau verkefni sem eru í boði og hefur eftirlit með styrkumsóknum fyrir einstök verkefni.
Alþjóðaráð stuðlar að því að þekking sem fæst á erlendum vettvangi sé miðlað innan félagsins og sér til þess að þátttakendur á ráðstefnum/námskeiðum á vegum félagsins fylli út matsblað þar sem þeir segja frá því hvers þeir hafa orðið vísari og hvernig það gæti komið félaginu til góða.
Ráðið leitast við að gera alþjóðlegt starf félagsins sýnilegt og auka þannig meðvitund fólks um að KFUM og KFUK er hluti af stærri heild á heimsvísu.
Ungmennaráð KFUM og KFUK á Íslandi
Ungmennaráð er skipað fulltrúum úr ungmennastarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Hlutverk ráðsins er að veita ráðgjöf og taka þátt í stefnumótun um málefni ungs fólks innan og utan félagsins. Þá mun ráðið tala máli ungs fólks á aðalfundi KFUM og KFUK á Íslandi.