Ártöl í starfi KFUM og KFUK fyrstu 100 árin
1899 KFUM starf fyrir drengi var stofnað 2. janúar í Framfarafélagshúsinu við Vesturgötu 51. Fyrsti drengjafundurinn var haldinn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. KFUK starf fyrir stúlkur var stofnað 29. apríl í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. 1901 KFUM var stofnað í Keflavík [...]