Um Ritstjórn

Ritstjórn KFUM og KFUK er aðgangur sem er notaður til viðhalds og þróunar á vefsvæði KFUM og KFUK.

Góð heimsókn frá 5 og 7 ára börnum í Ísaksskóla

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:001. nóvember 2012|

Það voru um 40 fimm og sjö ára glaðlynd börn úr Ísaksskóla sem komu færandi hendi í KFUM og KFUK húsið í dag með jólapakka í skókassa. Petra Eiríksdóttir æskulýðsfulltrúi og Gyða Karlsdóttir framkvæmdastjóri tóku á móti þeim. Fleiri myndir [...]

Jól í skókassa í heimsókn hjá Virkum morgnum á Rás 2

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:0031. október 2012|

Fulltrúi verkefnisins fór í heimsókn í hinn sívinsæla morgunþátt, Virkir morgnar, á Rás 2 í síðustu viku. Hlusta má á umfjöllunina hér: http://www.ruv.is/sarpurinn/virkir-morgnar/23102012-1 Umfjöllunin byrjar á mínútu 32:50. Á myndinni má sjá glaðbeitta þáttastjórnendur ásamt Salvari sem gaf þeim góðgæti [...]

Kynning í útvarpsþættinum Virkir morgnar á Rás 2

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:0023. október 2012|

Í dag, þriðjudaginn 23. október, verður kynning á verkefninu í hinum vinsæla útvarpsþætti "Virkar morgnar" á Rás 2. Umfjöllunin verður um kl. 9:30. Annars er það að frétta að undirbúningur er í fullum gangi og þegar eru kassar farnir að [...]

Myndir frá dreifingu jól í skókassa í janúar 2012

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:0020. mars 2012|

Haustið 2011 var verkefnið Jól í skókassa framkvæmt í áttunda sinn í samstarfi við KFUM og KFUK á Íslandi. Í byrjun janúar 2012 fóru þrír fulltrúar Jól í skókassa til Úkraínu til að aðstoða við dreifingu á skókössum sem söfnuðust [...]

Ferð til Úkraínu í janúar 2012: Ferðasaga

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:009. mars 2012|

1. janúar –  Sunnudagur Þegar tekið var að líða á fyrstu nótt ársins 2012, lögðum við sendinefnd Jól í skókassa 2012, Mjöll, Salvar og Soffía, af stað í langt ferðalag til mið-suðurhluta Úkraínu, nánar tiltekið til þorpsins Subottsi í nágrenni Kirovograd. Tilgangur ferðarinnar [...]

Útdeiling jólagjafa

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:0011. janúar 2012|

Fulltrúar verkefnisins sem héldu utan nú um áramótin til að aðstoða við útdeilingu jólaskókassanna í Úkraínu komu til landsins á sunnudaginn var. Hér má sjá Soffíu Magnúsdóttur afhenda ungu barni jólagjöf.

Fulltrúar frá Jólum í skókassa komnir til Úkraínu

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:003. janúar 2012|

Þrír þátttakendur úr starfi KFUM og KFUK á Íslandi flugu til Úkraínu á nýársnótt til að aðstoða við útdeilingu jólagjafa í ár. Að þessu sinni fóru Salvar Geir Guðgeirsson, Mjöll Þórarinsdóttir og Soffía Magnúsdóttir. Þau skrifuðu á Facebook síðu verkefnisins [...]

Jólagjafirnar komnar til Úkraínu

Höfundur: |2016-11-11T15:51:57+00:0027. desember 2011|

Þær gleðifregnir bárust í dag að gámurinn með jólagjöfum fyrir börn og ungmenni í Úkraínu skilaði sér á leiðarenda í dag. Framundan er mikil vinna við að dreifa gjöfunum þar sem þeirra er þörf en nokkrir aðstandendur verkefnisins á Íslandi [...]

Fara efst