Þakklæti er okkur efst í huga eftir þessa annasömu viku. Hér voru sjálfboðaliðar í hverju horni að fara yfir kassa, raða kössum á bretti og fara með í gáminn. Margir lögðu leið sína á Holtaveginn í vikunni og margir skiluðu kössum á þá fjölmörgu móttökustaði út um allt land. Fyrir okkur sem hafa unnið að verkerfninu er svo gaman að sjá velvildina og kærleikann sem að fólk sýnir í verki þegar það tekur þátt. Hvort sem að það er með því að koma með gjafir, koma með allskyns auka hluti sem að stundum vantar í kassana eða styðja verkefnið með fjárframlögum. Í ár bárust 4021 kassi sem að þíðir að við getum glatt 4021 barn með jólagjöf. Hver og ein einasta gjöf skiptir máli því að hver gjöf gleður barn.

Takk þið öll sem að tókuð þátt, vegna ykkar náum við að gleðja öll þessi börn.

Í hádeginu í dag, mánudaginn 11. nóvember, lagði svo gámurinn af stað í fyrsta hluta ferðalagsins og nú fylgjumst við spennt með ferðalagi gámsins. Við setjum inn myndir frá afhentingu gjafanna þegar þar að kemur.

Takk fyrir þátttökuna.