Nú eru kassarnir farnir að berast í hús og við erum svo spennt
Í þessari viku voru síðustu skiladagar á nokkrum stöðum úti á landi, um helgina og eitthvað inn í þá næstu verða síðustu skiladagar á öðrum stöðum. (sjá hér: https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/mottokusta%c3%b0ir/ )
Við erum afar þakklát fyrir allar þessar fallegu gjafir sem hafa borist í hús og vonumst við eftir að ná 5000 gjöfum í ár, jólagjöfum sem að þið hafið lagt mikinn metnað og kærleika í. Eins erum við svo glöð með alla hlýju prjónavetlingana og sokkana sem að hefur verið komið með, að geta laumað smá auka hlýju í pakkana er líka svo dýrmætt.
Frá og með mánudeginum 4. nóvember og til föstudagsins 8. nóvember verðum við aðeins lengur á Holtaveginum og þá er hægt að koma með kassa frá kl. 8:00-19:00.
Laugardaginn 9. nóvember er síðasti skiladagurinn á höfuðborgarsvæðinu. Tekið verður við kössum frá kl. 11:00-16:00.
Fyrir þá sem að eiga erfitt með að pakka inn skókössunum eða jafnvel finna ekki skókassa, þá er hægt að kaupa fallega myndskreytta jólakassa á Holtaveginum. Einnig er hægt að kaupa jólakassa í Axelsbúð á Akranesi og frá og með mánudeginum 4. nóvember verður hægt að kaupa jólakassa í Joe Boxer í kringlunni. Jólakassarnir kosta 450 krónur.
Takk fyrir að taka þátt í að gleðja börnin í Úkraínu.