Jólagjafirnar, sem söfnuðust hér á Íslandi í nóvember, bárust þakklátum börnum í Úkraínu í byrjun janúar. Dreifingin gekk eins og í sögu og börnin bræddu hjörtu íslenska hópsins. Við viljum þakka öllum sem komu að verkefninu! Gjafir ykkar glöddu mörg börn.
Gríma Katrín Ólafsdóttir fór til Úkraínu í janúar með góðum hópi Íslendinga til að aðstoða við útdeilingu gjafanna og klippti saman myndband af ferðinni.