Nú þegar aðeins vika er í síðasta skiladag Jól í skókassa er við hæfi að minna á að nú um helgina er hægt að skila skókössum til þriggja tengiliða úti á landi.
Í dag, laugardaginn 7. nóvember, er seinni formlegi skiladagurinn á Glerártorgi á Akureyri á milli kl. 10 og 16.
Í dag verður á móti skókössum í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4, frá kl. 11-14.
Á morgun, sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 16-18, verður tekið á móti skókössum í hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn, Hafnarbraut 59, Höfn í Hornafirði.
Sjá lista yfir tengiliði úti á landi hér: Tengiliðir
Einnig minnum við á að við erum í góðu samstarfi við Flytjanda. Hægt er að senda pakka til Jól í skókassa verkefnisins með því að fara með þá til næsta útibús Flytjanda sem flytja þá endurgjaldslaust til höfuðstöðva KFUM og KFUK í Reykjavík (Holtavegur 28, 104 Reykjavík). Við minnum á að allir pakkar utan að landi þurfa að koma tímanlega til höfuðstöðva verkefnisins í Reyjavík, og í síðasta lagi laugardaginn 14. nóvember.