Það geta allir ennþá verið með og sett saman jól í skókassa. Það er rúmlega vika í lokaskiladag á kössum hér á höfuðborgarsvæðinu, skilin fyrir landsbyggðina er víðast hvar núna um helgina. Við tökum við kössunum alla virka daga á milli kl. 9-17 í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28.
Það eru til dæmis margar ömmur sem nýta tækifærið og gera þetta að skemmtilegu sameiginlegu verkefni með barnabörnunum eða saumaklúbbar sem hittast eina kvöldstund og setja saman í kassa. Hver kassir gerir gæfumun fyrir barn um jólin.
Þessi glæsilegi strákur kom og skilaði inn kassa og var búin að myndskreyta hann hátt og lágt með mynd af jólasveininum sem er vel við hæfi.