Móttaka á skókössum var í Safnaðarheimili Stykkishólmskirkju laugardaginn 4. nóvember sl. frá klukkan 13 – 16. Boðið var upp á te, kaffi, smákökur og súkkulaði.
Söfnunin gekk vonum framar og alls söfnuðust 103 kassar. Það var gaman að sjá hvað margir komu og gáfu sér tíma til að spjalla. Það var líka svo gaman að sjá hvað krakkarnir voru duglegir og áhugasamir, börn eru í eðli sínu svo gjafmild.
Allur 4. bekkur í Grunnskólanum í Stykkishólmi undir leiðsögn kennara þeirra Lárusar Á. Hannessonar söfnuðu og pökkuðu í marga skemmtilega kassa.
Allir þessir kassar eiga eftir að koma sér vel og gleðja mörg munaðarlaus börn, og þau sem eru á spítölum eða hælum og einnig fátæk börn einstæðra foleldra í Úkraníu.
Okkur sem stóðum að þessu langar að þakka innilega starfsfólkinu í kirkjunni sem er alltaf tilbúið að aðstoða, börnum, foreldrum og öðrum sem gáfu í kassa í “Jól í skókassa” þökkum við hjartanlega fyrir gjafmildina.
Við erum þakklát fyrir að fá að vinna við þetta stórkostlega verkefni
Guð blessi ykkur öll.
Með kærri kveðju frá okkur :
Ásdís Herrý Ásmundsdóttir og Kári B. Hjaltalín, Stykkishólmi
Margrét Kjartansdóttir Staðarbakka, Helgafellssveit.
Stykkishólmi 5. nóvember 2006