Halló allir.
Þá er skókassaverkefnið okkar hafið að nýju. Undirbúningur er farinn af stað og nýr bæklingur verður vætanlega tilbúinn um mánaðarmótin. Hægt verður að nálgast bæklinginn hér á síðunni (á pdf. formi) eða á skrifstofum KFUM og KFUK á Holtavegi 28 auk þess sem honum verður dreift víðs vegar um bæinn.
Lokaskiladagur skókassa í ár er 7. nóvember og munum við, líkt og síðastliðin ár, taka á móti skókössum í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Einnig er hægt að skila skókössum fyrir þann tíma á skrifstofur KFUM og KFUK á sama stað.
Við hvetjum alla til að taka þátt í verkefninu í ár og jafnframt minna vini og vandamenn á það.
Að búa til skókassa og gefa munaðarlausu barni jólagjöf er frábær leið til að hefja jólaundirbúninginn og minna okkur á hinn raunverulega boðskap jólanna.