Lokaskiladagur Jól í skókassa-verkefnisins rennur brátt upp, en hann er laugardagurinn 12.nóvember í Reykjavík. Að jafnaði er lokaskiladagur skókassa á landsbyggðinni 5.nóvember.
HÉR er hægt að skoða myndir frá afhendingu skókassa sem söfnuðust fyrir Jól í skókassa fyrir síðustu jól, til bágstaddra barna í Úkraínu.
Nokkrir fulltrúar úr umsjónarhóp verkefnisins fóru utan til að annast dreifingu og afhendingu skókassanna, meðal annars á heimilum fyrir munaðarlaus börn og sjúkrahúsum.
Sérhver skókassi sem safnast til verkefnisins Jól í skókassa er jólagjöf til barns í Úkraínu, þar sem mikil fátækt ríkir. Skókassarnir og innihald þeirra veita ómælda gleði.
Allar leiðbeiningar um verkefnið og hvernig útbúa skal skókassa, er að finna á heimasíðu verkefnisins,
www.skokassar.net .
Allir á öllum aldri eru hvattir til að taka þátt í Jól í skókassa.