Þriðjudagur 2. nóvember er síðasti dagurinn sem hægt er að skila skókössum til tengiliðar okkar í Vestmannaeyjum.
Annars er það helst að frétta að margir kassar koma inn á skrifstofu KFUM&KFUK á hverjum degi, nú eru um 300 kassar komnir þangað. Við vitum líka um marga kassa sem eru á leiðinni til Reykjavíkur frá tengiliðum okkar úti á landi. T.d. eru tvö vörubretti á leiðinni til okkar frá Akureyri.
Við fengum líka eftirfarandi skilaboð frá tengiliðum okkkar í Stykkishólmi og nágrenni sem er gaman að lesa:
Söfnunin gekk vel og komu alls 71 skókassi í hús.
Við viljum senda hjartans þakkir til þeirra sem komu að þessu verkefni með okkur. Því allir gefa vinnu sína, þakkir til Stykkishólms-Póstsins, starfsfólk kirkjunnar fyrir afnotin af safnaðarheimilinu og Vörufluttn. Ragnars & Ásgeirs en þeir flytja skókassana frítt til Reykjavíkur, starfsmaður þeirra Oddur kom upp í kirkju og sótti alla skókassana. Margir sem komu þáðu veitingar, kaffi, kakó, piparkökur ofl. Kærar þakkir öllsömul.
Með kærri kveðju,
Ásdís Herrý í Stykkishólmi og
Margrét í Helgafellssveit