Laugardaginn 9. nóvember er loka skiladagur fyrir jól í skókassa. Tekið verður á móti skókössum á Holtavegi 28 (gengt Langholtsskóla) frá kl. 11:00 til kl. 16:00.
Sjálfboðaliðarnir hafa verið á Holtaveginum önnum kafin við að fara yfir alla þessa fallegu gjafir sem að hafa borist. Vá hvað við erum þakklát fyrir allar gjafirnar, þær eiga svo sannarlega eftir að gleðja börnin í Úkraínu. Við finnum fyrir öllum kærleikanum þegar við förum yfir hverja gjöf.
Á laugardaginn verður svo klárað að fara yfir alla skókassana og þeim raðað í stóru tröllakassana og út í gám og honum skellt í lás. Gámurinn leggur svo af stað til Úkraínu strax eftir helgi.
Takk öll sömul sem að hafið þegar komið með skókassa til okkar og takk öll sem að ætla að koma með kassa til okkar á morgun.
Þið fáið að fylgjast með fréttum hérna á síðunni okkar.