Nú er heldur betur orðið jólalegt hjá okkur á Holtaveginum. Þetta minnir einna helst á verkstæði jólasveinsins.

Kassarinir frá ykkur streyma inn  og eru sjálfboðaliðarnir í óða önn að yfirfara kassana og passa upp á að ekkert vanti í þá. Það er svo gaman að fara yfir kassana og sjá allar þær fallegu gjafir sem að þið hafið sent okkur eða komið með.

Það er líka gaman að sjá heilu fjölskyldurnar, vinahópana og vinnustaðina legga sitt af mörkum og ekki má gleyma skólum, leikskólum og félagsmiðstöðvum. Hver og einn kassi skiptir svo miklu máli.

Það er hægt að koma með kassa til okkar á Holtaveginn alla vikuna frá kl. 8-19 og svo á laugardaginn 9. nóvember er síðasti skiladagurinn. Þá er opið frá kl. 11-16.

Við hlökkum til að sjá ykkur.