Jól í skókassa 2024, nú styttist í stóra daginn!!
Síðasti móttökudagur verkefnisins fyrir jólin 2024 er laugardagurinn 9. nóvember kl. 11:00 – 16:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík (gegnt Langholtsskóla).
Tekið er á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg mánudaga til fimmtudaga frá frá kl. 8:00-16:00 og föstudaga frá kl. 8:00-15:00.
Hægt er að kaupa kassa á Holtavegi 28  á skrifstofutíma og kostar kassinn 450 kr.
Hér eru skiladagar á landsbyggðinni í tímaröð:
Selfoss
Tekið verður á móti skókössum í Selfosskirkju 22. – 30. október, milli klukkan 13:00-16:00.
Sauðárkrókur
Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 24. október frá kl. 18:00 – 20:00.
Egilsstaðir og Austurland
Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgási 4, laugardaginn 26. október frá kl. 10:00-14:00.
Akranes
Akranes Tekið er á móti skókössum í safnaðarheimili Akraneskirkju. 28. október – 1. nóvember á milli klukkan 10:00 – 15:00.
Á Akranesi er hægt að kaupa kassa í Axelsbúð á opnunartíma.
Ísafjörður og Vestfirðir
Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju á virkum dögum frá klukkan 10:00-16:00. Móttakan verður opin dagana 28. – 31. október.
Stykkishólmur
Tekið verður á móti skókössum í Stykkishólmskirkju mánudaginn 28 október frá kl. 16:00-18:00.
Borgarnes
Tekið er á móti skókössum í Borgarneskirkju. Síðasti skiladagur er miðvikudagurinn 30. október milli klukkan 16-18.
Grundarfjörður
Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 31. október frá kl. 16:00-18:00.
Vestmannaeyjar
Tekið verður á móti skókössum í Landakirkju. Hún er að jafnaði opin virka daga milli kl. 9:00og 15:00. Síðasti skiladagur er fimmtudaginn 31. október.
Ólafsvík
Tekið verður á móti skókössum á Átthagastofu Snæfellsbæjar, laugardaginn 2. nóvember frá kl. 16:00-18:00.
Akureyri
Tekið verður á móti skókössum á Glerártorgi Laugardaginn 2. nóvember frá kl. 11:00 – 15:00.
Skagaströnd og nágrenni
Tekið verður á móti skókössum í Hólaneskirkju. Síðasti skiladagur er laugardaginn 2. nóv. Milli klukkan 11-12
Reykjanesbær
Reykjanesbær Tekið verður á móti skókössum í Hátúni 36, húsi KFUM og KFUK í Reykjanesbæ mánudagurinn 4. nóvember frá kl. 16:00-18:30.
Höfn í Hornafirði
Tekið verður á móti skókössum í Hafnarkirkju þriðjudaginn 5. nóvember frá kl. 18:00 – 21:00.
Hvolsvöllur
Tekið verður á móti skókössum í Safnaðarheimili Stórólfshvolskirkju, þriðjudaginn 5. nóvember frá kl. 19:00-20:30 og fimmtudaginn 7. nóvember frá klukkan 20:15-22:00.
Sandgerði
Sandgerði Móttaka skókassa verður í Safnaðarheimilinu í Sandgerði þriðjudaginn 5. nóvember frá kl 18:00 – 21:00.