Vegna Covid faraldursins fóru engir frá Íslandi í ár að fylgja gjöfunum 4382 eftir. Þar af leiðandi verður ekki nein ferðasaga í ár.
Sjálfboðaliðar okkar í Úkraínu sáu alfarið um dreifingu gjafanna sem lauk um miðjan janúar.
Aðstæður voru allt aðrar en vanalega. Samkomutakmarkanir þar eins og annars staðar og oft á tíðum voru það foreldrar eða forráðamenn sem tóku við gjöfunum fyrir hönd barnanna þar sem mörg hver eru mikið veik og ekki tekin nein áhætta að þau smitist.
Við höfum fengið eitthvað af myndum frá afhendingu eða börnum með gjafirnar, frá vinum okkar í Úkraínu sem við höfum póstað reglulega á facebook síðu Jóla í skókassa. Okkur hafa borist endalausar þakkir frá foreldrum og forráðamönnum barnanna sem eru svo þakklát fólkinu frá Íslandi sem hugsar til barnanna þeirra og sendir þeim gjafir fullar af gleiði og kærleika.
Við vonum að eftir ár verði ástandið allt annað og við getum þá sent sendinefnd út að fylgja gjöfunum eftir og taka myndir og myndbönd fyrir okkur hin að gleðjast yfir.
Enn og aftur takk fyrir að vera með í verkefninu og gleðja börnin í Úkraínu.
Kærleikskveðjur.
Myndir frá afhentingu má sjá hér: https://www.facebook.com/skokassar