Kæru vinir Jól í skókassa.
Nú eru tvær vikur í lokaskiladaginn í Reykjavík sem er laugardagurinn 15. nóvember. Á mörgum stöðum úti á landi eru formlegar móttökur og eru skiladagar þar nokkuð fyrr en í höfuðborginni. Einnig er hægt að skila kassanum til næsta útibús Flytjanda sem flytur hann endurgjaldslaust til okkar í KFUM og KFUK í Reykjavík.