Í dag, laugardaginn 10. nóvember, verður hægt að skila kössum í húsi KFUM og KFUK á Íslandi við Holtaveg 28 í Laugardalnum (gegnt Langholtsskóla) frá kl. 11-16. Í boði verða léttar veitingar, myndasýning og einnig verður hægt að setjast niður og lesa ferðasögur frá liðnum árum. Fólk er beðið um að hafa aðgát á bílastæðinu þar sem það má búast við að það verði margt um manninn á mestu annatímum.
Þetta er síðasti skiladagur fyrir Jól í skókassa verkefnið haustið 2012.
Þessa vikuna höfum við unnið við frágang kassa öll kvöld og þegar vinnu lauk í gærkvöldi, föstudagskvöld, var búið að merkja og fara yfir um 1.700 kassa. En þrátt fyrir það eru margir kassar sem bíða eftir því að komast í gáminn því okkur barst mikið magn af skókössum í gær. Bæði frá hópum og einstaklingum og einnig vörubretti með skókassa utan af landi.