Halló allir.
Mig langaði bara að minna ykkur á að lokaskiladagur verkefnisins í ár er eftir aðeins 5 daga.
Lokaskiladagar skókassa á landsbyggðinni eru listaðir í færslunni hér fyrir neðan en þeim sem misstu af lokaskiladeginum í sínu bæjarfélagi er bent á að enn er hægt að skila skókössum til næsta útibús Flytjanda sem flytur skókassana endurgjaldslaust til okkar í Reykjavík.
Hér fyrir neðan er stutt kynningarmyndband um verkefnið sem var búið til í fyrra. Athugið að lokaskiladagur í ár er 7. nóvember en ekki 8. nóvember eins og segir í myndbandinu.