
Margir kassar bárust til móttöku Jól í skókassa á Glerártorgi síðustu helgi þrátt fyrir erfiða færð og snjóbyl. Akureyringar og nærsveitarmenn létu sitt ekki eftir liggja.

Í fyrsta sinn var boðið upp á móttöku á skókössum á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Allmargir skiluðu kössum og mjög margir fengu bæklinga og tóku með sér tóma kassa heim til innpökkunar.