Siðareglur Æskulýðsvettvangsins á íslensku og ensku (sjá viðhengi)
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða KFUM og KFUK. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) var stofnaður árið 2007 og samanstendur hann af fjórum félagasamtökum, Ungmennafélagi Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi og Bandalagi íslenskra skáta. Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru fjórðu samtökin en þau komu inn í samstarfið árið 2011.
Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir.
Meðal sameiginlegra verkefna Æskulýðsvettvangsins má nefna Verndum þau námskeið, Átak gegn einelti, Kompás – Leiðbeinendabók í mannréttindum og sameiginlegar siðareglur fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða hjá aðildarfélögunum.